Gunnleifur byrjaður að kvarta undan hávaðanum Elvar Geir Magnússon skrifar 2. september 2010 07:45 Fréttablaðið/Anton „Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson. Íslenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira
„Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira