Gunnleifur byrjaður að kvarta undan hávaðanum Elvar Geir Magnússon skrifar 2. september 2010 07:45 Fréttablaðið/Anton „Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson. Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
„Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira