Umfjöllun: Katrín skoraði í 100. landsleiknum - Öruggur 3-0 sigur Hjalti Þór Hreinsson á Laugardalsvelli skrifar 22. júní 2010 21:54 Hólmfríður skoraði tvö í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Ísland vann Króatíu 3-0 í undankeppni HM í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Katrín Jónsdóttir eitt, í sínum 100. landsleik. Íslenska landsliðið hefur nú leikið níu leiki á Laugardalsvelli undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, unnið þá alla og markatalan er 43-0. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum níu leikjum. Ísland mætir Frakklandi þann 21. ágúst og með 3-0 sigri þar er liðið svo gott sem komið á HM. Það verður þó erfitt verkefni. Íslenska liðið sýndi mikla yfirburði í gær. Í fyrri hálfleik skaut það alls tólf sinnum á markið, helmingur þeirra fór á rammann og tvö þeirra enduðu í netinu. Hólmfríður skallaði í slá eftir horn áður en hún kom íslenska liðinu yfir. Hún fékk boltann við vítateigshornið, lék á eina þrjá varnarmenn áður en hún skoraði gott mark. Ísinn brotinn og króatíska liðið ekki að spila vel. Hólmfríður skoraði aftur undir lok hálfleiksins, skömmu áður hafði Dóra María skotið í slá. Hólmfríður fékk langa sendingu fram og virtist snerta varnarmann og var allt í einu ein gegn Ivönu markmanni. Hún þrumaði boltanum í netið og skoraði örugglega. 2-0 í hálfleik en þjálfarar Króatíu sýndu mikla vanvirðingu eftir markið. Þjálfarinn grýtti vatnsflösku í jörðina og öskraði á dómarann og íslenskan fjórða dómara líka. Markmannsþjálfarinn gekk lengst, hún klappaði kaldhæðnislega fyrir dómaranum það sem eftir lifði hálfleiks og beið svo eftir henni í höfuðstöðum KSÍ í hálfleik þar sem hún hélt klappinu áfram. Sara Björk byrjaði seinni hálfleikinn á því að skalla í slá og hún skaut í slánna seinna í hálfleiknum. Yfirburðir Íslands héldu áfram út leikinn. Það var frábært að sjá Katrínu Jónsdóttur skora í sínum 100. landsleik. Hún skallaði hornspyrnu í netið og fagnaði vel og innilega. Magnaður árangur hennar kórónaður með fínu marki. Leikurinn fjaraði út og 3-0 sigur niðurstaðan. Íslenska liðið hefði getað skorað mun meira en líkt og gegn Norður-Írum hefði það þurft að vanda sig betur við markið. Ólíklegt er að markatalan muni skipta máli en eftir yfir 40 skot á heimavelli gegn Norður-Írum og Króötum og aðeins fimm mörk er ljóst að liðið hefði getað bætt markatöluna umtalsvert hér. Vinni Ísland lið Frakka 2-0 skiptir markatalan máli en þar hafa Frakkar mikla yfirburði, þeir hafa skoraði 36 mörk og ekki fengið neitt á sig í keppninni, en Ísland er með 26 mörk í plús.Ísland - Króatía 3-0 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (19.) 2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (42.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (75.)Áhorfendur: 1875.Skot (á mark): 21-3 (9-0)Varin skot: Þóra 0 - Ivana 1Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 11-11Rangstöður: 6-0 Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Ísland vann Króatíu 3-0 í undankeppni HM í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Katrín Jónsdóttir eitt, í sínum 100. landsleik. Íslenska landsliðið hefur nú leikið níu leiki á Laugardalsvelli undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, unnið þá alla og markatalan er 43-0. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum níu leikjum. Ísland mætir Frakklandi þann 21. ágúst og með 3-0 sigri þar er liðið svo gott sem komið á HM. Það verður þó erfitt verkefni. Íslenska liðið sýndi mikla yfirburði í gær. Í fyrri hálfleik skaut það alls tólf sinnum á markið, helmingur þeirra fór á rammann og tvö þeirra enduðu í netinu. Hólmfríður skallaði í slá eftir horn áður en hún kom íslenska liðinu yfir. Hún fékk boltann við vítateigshornið, lék á eina þrjá varnarmenn áður en hún skoraði gott mark. Ísinn brotinn og króatíska liðið ekki að spila vel. Hólmfríður skoraði aftur undir lok hálfleiksins, skömmu áður hafði Dóra María skotið í slá. Hólmfríður fékk langa sendingu fram og virtist snerta varnarmann og var allt í einu ein gegn Ivönu markmanni. Hún þrumaði boltanum í netið og skoraði örugglega. 2-0 í hálfleik en þjálfarar Króatíu sýndu mikla vanvirðingu eftir markið. Þjálfarinn grýtti vatnsflösku í jörðina og öskraði á dómarann og íslenskan fjórða dómara líka. Markmannsþjálfarinn gekk lengst, hún klappaði kaldhæðnislega fyrir dómaranum það sem eftir lifði hálfleiks og beið svo eftir henni í höfuðstöðum KSÍ í hálfleik þar sem hún hélt klappinu áfram. Sara Björk byrjaði seinni hálfleikinn á því að skalla í slá og hún skaut í slánna seinna í hálfleiknum. Yfirburðir Íslands héldu áfram út leikinn. Það var frábært að sjá Katrínu Jónsdóttur skora í sínum 100. landsleik. Hún skallaði hornspyrnu í netið og fagnaði vel og innilega. Magnaður árangur hennar kórónaður með fínu marki. Leikurinn fjaraði út og 3-0 sigur niðurstaðan. Íslenska liðið hefði getað skorað mun meira en líkt og gegn Norður-Írum hefði það þurft að vanda sig betur við markið. Ólíklegt er að markatalan muni skipta máli en eftir yfir 40 skot á heimavelli gegn Norður-Írum og Króötum og aðeins fimm mörk er ljóst að liðið hefði getað bætt markatöluna umtalsvert hér. Vinni Ísland lið Frakka 2-0 skiptir markatalan máli en þar hafa Frakkar mikla yfirburði, þeir hafa skoraði 36 mörk og ekki fengið neitt á sig í keppninni, en Ísland er með 26 mörk í plús.Ísland - Króatía 3-0 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (19.) 2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (42.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (75.)Áhorfendur: 1875.Skot (á mark): 21-3 (9-0)Varin skot: Þóra 0 - Ivana 1Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 11-11Rangstöður: 6-0
Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira