„Ég hef ekki séð það svartara“ 17. apríl 2010 17:01 Frá hlaðinu í Hlíð undir Eyjafjöllum klukkan þrjú í dag. "Ljósin á bænum sjást þarna en það var á tímabili þar sem ég sá þau ekki," segir Sigurgeir. Mynd/Sigurgeir L Ingólfsson „Það er stafalogn og óloft sem hefur leitað inn í húsin til okkar," segir Sigurgeir L. Ingólfsson á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum. Þar hefur líkt og víða annars staðar verið mikið öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég hef ekki séð það svartara. Hér er mun meira myrkur en nokkurn tíma verður á venjulegri vetrarnóttu," segir Sigurgeir. Hlíð er mitt á milli Steina og Þorvaldeyrar. „Ég er vestan við Þorvaldseyri og austan við Steina. Bærinn stendur ofar í hlíðinni." Sigurgeir segir að eiginkona hans og sonur hafi ekki brugðist við öskufallinu með því að þétta rifur og annað slíkt. Askan sé mjög fíngerð. „Við getum ekkert gert. Askan smýgur alls staðar inn og það væri alveg sama hvort að við myndum þétta og frauða því þá værum við um leið að loka fyrir súrefni. Það gefur auga leið."Skrýtnari en venjulega Sigurgeir segir að þau finni vel fyrir öskunni. „Við erum skrýtnari en venjulega," segir hann og hlær en bætir við: „Við finnum fyrir sviða í augum þó að við séum innan dyra og þá höfum við aðeins fundið fyrir höfuðverk." Nú sé logn og það sé ekki gott.„Við mældum þetta áðan og það er einn og hálfur sentímetri jafnfallin aska," segir Sigurgeir. Sigurgeir L. IngólfssonSigurgeir tók myndirnar sem fylgja með þessari frétt klukkan þrjú í dag. „Ég tók þessar myndir um leið og við fórum að athuga með skepnur. Við höfum farið fjórum til fimm sinnum út til að kanna vatn og ástandið á þeim," segir Sigurgeir sem er með nautgripi, kindur og nokkur hross. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Það er stafalogn og óloft sem hefur leitað inn í húsin til okkar," segir Sigurgeir L. Ingólfsson á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum. Þar hefur líkt og víða annars staðar verið mikið öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég hef ekki séð það svartara. Hér er mun meira myrkur en nokkurn tíma verður á venjulegri vetrarnóttu," segir Sigurgeir. Hlíð er mitt á milli Steina og Þorvaldeyrar. „Ég er vestan við Þorvaldseyri og austan við Steina. Bærinn stendur ofar í hlíðinni." Sigurgeir segir að eiginkona hans og sonur hafi ekki brugðist við öskufallinu með því að þétta rifur og annað slíkt. Askan sé mjög fíngerð. „Við getum ekkert gert. Askan smýgur alls staðar inn og það væri alveg sama hvort að við myndum þétta og frauða því þá værum við um leið að loka fyrir súrefni. Það gefur auga leið."Skrýtnari en venjulega Sigurgeir segir að þau finni vel fyrir öskunni. „Við erum skrýtnari en venjulega," segir hann og hlær en bætir við: „Við finnum fyrir sviða í augum þó að við séum innan dyra og þá höfum við aðeins fundið fyrir höfuðverk." Nú sé logn og það sé ekki gott.„Við mældum þetta áðan og það er einn og hálfur sentímetri jafnfallin aska," segir Sigurgeir. Sigurgeir L. IngólfssonSigurgeir tók myndirnar sem fylgja með þessari frétt klukkan þrjú í dag. „Ég tók þessar myndir um leið og við fórum að athuga með skepnur. Við höfum farið fjórum til fimm sinnum út til að kanna vatn og ástandið á þeim," segir Sigurgeir sem er með nautgripi, kindur og nokkur hross.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira