Erlent

Flest fórnarlömbin þekktu morðingjann

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Noregur 31 morð hefur verið framið í Noregi það sem af er ári, að því er fram kemur í úttekt á vef Aftenposten.

Þar segir einnig að eingöngu eitt morðanna sé óupplýst og að í langflestum tilfellum, í öllum nema tveimur, hafi fórnarlömbin þekkt banamann sinn.

Ekki eru óvenjulega mörg morð þetta árið í Noregi og þau eru tiltölulega fá í samanburði við önnur lönd. Morðin 31 samsvara um 0,6 morðum á hverja 100.000 íbúa, en í samanburði við það eru framin 0,9 morð á 100.000 íbúa í Svíþjóð og 5,2 í Bandaríkjunum.

Mest sláandi var hinn hryllilegi atburður sem átti sér stað í haust þegar rúmlega fertugur karlmaður drap eiginkonu sína og þrjár dætur áður en hann svipti sig lífi.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×