Alexander og Anna vinsæl 15. september 2010 05:00 Nafnið Alexander var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári en Anna var vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum. Anna var einnig algengasta nafnið árið áður, en Alexander tók við af Viktori sem algengasta drengjanafnið. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fengu flestir sem fæddir voru á árinu 2009 fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn drengja en Freyr og Ingi voru í öðru og þriðja sætinu. María og Ósk voru algengustu önnur nöfn nýfæddra stúlkna. Í þriðja sætinu var nafnið Líf, sem tók við af nafninu Rós sem þriðja vinsælasta val foreldra stúlkubarna. Þegar skoðuð er dreifing nafna á Íslendingum á öllum aldri hefur lítil breyting verið á algengustu nöfnunum. Jón er enn algengasta karlmannsnafnið. Sigurður og Guðmundur fylgja þar fast á eftir í vinsældum. Hjá konum er nafnið Guðrún enn algengasta eiginnafnið, þá Anna og svo Sigríður. Meirihluti Íslendinga ber fleiri en eitt nafn. Vinsælustu samsetningarnar hjá körlum eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Algengustu samsetningarnar hjá konum eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Í samantekt Hagstofunnar er einnig yfirlit yfir afmælisdaga landsmanna. Þeir dreifast ekki jafnt yfir árið, enda algengast að börn fæðist að sumri og á haustin. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember fram í febrúar. Algengasti afmælisdagurinn í byrjun árs 2010 var 16. júlí. Þá áttu 974 einstaklingar afmæli. Fæstir eiga afmæli 24. desember, 666 manns samtals. Næstfæstir eiga afmæli á gamlársdag, 705 talsins. Sá dagur sem fæstir eiga sem afmælisdag er þó auðvitað 29. febrúar, en miðað við mannfjöldatölur frá upphafi árs 2010 má reikna með að 208 einstaklingar bíði spenntir eftir næsta afmæli, sem verður árið 2012. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Nafnið Alexander var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári en Anna var vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum. Anna var einnig algengasta nafnið árið áður, en Alexander tók við af Viktori sem algengasta drengjanafnið. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fengu flestir sem fæddir voru á árinu 2009 fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn drengja en Freyr og Ingi voru í öðru og þriðja sætinu. María og Ósk voru algengustu önnur nöfn nýfæddra stúlkna. Í þriðja sætinu var nafnið Líf, sem tók við af nafninu Rós sem þriðja vinsælasta val foreldra stúlkubarna. Þegar skoðuð er dreifing nafna á Íslendingum á öllum aldri hefur lítil breyting verið á algengustu nöfnunum. Jón er enn algengasta karlmannsnafnið. Sigurður og Guðmundur fylgja þar fast á eftir í vinsældum. Hjá konum er nafnið Guðrún enn algengasta eiginnafnið, þá Anna og svo Sigríður. Meirihluti Íslendinga ber fleiri en eitt nafn. Vinsælustu samsetningarnar hjá körlum eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Algengustu samsetningarnar hjá konum eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Í samantekt Hagstofunnar er einnig yfirlit yfir afmælisdaga landsmanna. Þeir dreifast ekki jafnt yfir árið, enda algengast að börn fæðist að sumri og á haustin. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember fram í febrúar. Algengasti afmælisdagurinn í byrjun árs 2010 var 16. júlí. Þá áttu 974 einstaklingar afmæli. Fæstir eiga afmæli 24. desember, 666 manns samtals. Næstfæstir eiga afmæli á gamlársdag, 705 talsins. Sá dagur sem fæstir eiga sem afmælisdag er þó auðvitað 29. febrúar, en miðað við mannfjöldatölur frá upphafi árs 2010 má reikna með að 208 einstaklingar bíði spenntir eftir næsta afmæli, sem verður árið 2012. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira