Kínverjar hvetja til sex ríkja viðræðna 2. desember 2010 00:30 Choe Song-Il Norður-kóreskur hermaður í viðtali við vestræna fjölmiðla.fréttablaðið/AP „Ég veit að það varð mannfall sunnanmegin,“ sagði Choe Song-il, norðurkóreskur hermaður sem fenginn var til að fylgja fréttamönnum til þorpsins Panmunjom á hlutlausa landsvæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu. „Ég vona að aldrei aftur komi til hernaðarátaka af þessu tagi milli norðurs og suðurs.“ Sáttatónninn í orðum hans stakk nokkuð í stúf við harðorðar yfirlýsingar norðurkóreskra stjórnvalda undanfarið, sem hafa hótað stríði verði Suður-Kórea með hernaðartilburði af hvaða tagi sem er á landi eða hafsvæði því sem Norður-Kórea gerir tilkall til. Sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa verið sunnar í hafinu. Norður-Kóreumenn hafa harðlega gagnrýnt þessar heræfingar, þótt þær hafi einkum snúist um að prófa samskiptakerfi og engum skotum hafi verið hleypt af. Kínastjórn hvetur nú til þess að sex ríkja viðræður hefjist að nýju um að Norður-Kórea fái eldsneyti og aðstoð í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Norður-Kórea hefur áður gripið til hernaðaraðgerða og hótana, en látið af þeim þegar viðræður um aðstoð hefjast. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea og Japan, sem hafa tekið þátt í viðræðum ríkjanna sex ásamt Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi, hafa þó verið treg til að fallast á viðræður að þessu sinni.- gb Fréttir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira
„Ég veit að það varð mannfall sunnanmegin,“ sagði Choe Song-il, norðurkóreskur hermaður sem fenginn var til að fylgja fréttamönnum til þorpsins Panmunjom á hlutlausa landsvæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu. „Ég vona að aldrei aftur komi til hernaðarátaka af þessu tagi milli norðurs og suðurs.“ Sáttatónninn í orðum hans stakk nokkuð í stúf við harðorðar yfirlýsingar norðurkóreskra stjórnvalda undanfarið, sem hafa hótað stríði verði Suður-Kórea með hernaðartilburði af hvaða tagi sem er á landi eða hafsvæði því sem Norður-Kórea gerir tilkall til. Sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa verið sunnar í hafinu. Norður-Kóreumenn hafa harðlega gagnrýnt þessar heræfingar, þótt þær hafi einkum snúist um að prófa samskiptakerfi og engum skotum hafi verið hleypt af. Kínastjórn hvetur nú til þess að sex ríkja viðræður hefjist að nýju um að Norður-Kórea fái eldsneyti og aðstoð í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Norður-Kórea hefur áður gripið til hernaðaraðgerða og hótana, en látið af þeim þegar viðræður um aðstoð hefjast. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea og Japan, sem hafa tekið þátt í viðræðum ríkjanna sex ásamt Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi, hafa þó verið treg til að fallast á viðræður að þessu sinni.- gb
Fréttir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira