Handbolti

Gunnar Berg: Í fyrsta skipti sem ég fer að gráta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar faðmar hér Aron Kristjánsson þjálfara eftir leikinn. Mynd/Daníel
Gunnar faðmar hér Aron Kristjánsson þjálfara eftir leikinn. Mynd/Daníel

Varnarjaxl Haukaliðsins, Gunnar Berg Viktorsson, varð að gera sér það að góðu að fylgjast með oddaleiknum úr stúkunni þar sem hann var dæmdur í leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald undir lok fjórða leiks liðanna.

„Þetta var alveg ótrúlegt. Ég hef unnið nokkra titla en þetta er í fyrsta skipti sem ég fer að gráta. Þetta er bara ótrúlegt," sagði Gunnar en hann neitaði því ekki að það hefði verið furðuleg tilfinning að fylgjast með úr stúkunni.

„Það var mjög skrítið. Maður er eiginlega ekki í hópnum og maður bara missir sig þarna fyrir utan. Þetta eru einhverjar erfiðustu 60 mínútur í mínu lífi. Ég var svartsýnn á smá kafla en svo sá ég hvað menn voru stemmdir og þá small þetta bara hjá okkur," sagði Gunnar en ætlar hann að halda áfram?

„Ég ætla líklega að taka eitt tímabil í viðbót ef líkaminn leyfir."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×