Handbolti

Birkir Ívar: Farinn að þekkja þá nokkuð vel

Elvar Geir Magnússon skrifar
Birkir Ívar Guðmundsson. Mynd/Vilhelm
Birkir Ívar Guðmundsson. Mynd/Vilhelm

„Okkur í Haukum langar rosalega mikið að vinna þennan titil," sagir markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson hjá Haukum. Það er bikarúrslitaleikur gegn Val sem hefst klukkan 16 í dag.

„Valur er með afskaplega gott lið og þetta verður ekki auðunninn leikur. Við berum mikla virðingu fyrir Valsmönnum, þetta er okkar bræðrafélag. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði 50-50 leikur og verði erfiður."

„Við spiluðum tvo leiki í Evrópukeppninni um síðustu helgi og töpuðum þeim báðum. Það má því segja að báðum liðum hafi gengið brösuglega í síðustu leikjum. Valsmenn hafa kannski meiri reynslu af þessum bikarúrslitaleikjum."

Er hann búinn að stútera skotstíl andstæðingana? „Þetta eru leikmenn sem við höfum oft keppt gegn og ég er farinn að þekkja þá nokkuð vel. Maður leggur samt í það að skoða skotstílin hjá þeim," segir Birkir Ívar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×