Umfjöllun: Sannfærandi Valsstúlkur í góðri stöðu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 20. apríl 2010 21:01 Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals. Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira