Þarf að gera upp stuðning Samfylkingarinnar við eina blokk í viðskiptalífinu 19. júní 2010 07:00 Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur. Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur.
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira