Telja uppsagnir geta bætt þjónustuna 11. nóvember 2010 04:45 Ríkisendurskoðun Viðamikil úttekt á starfsmannamálum ríkisins stendur nú yfir. Könnun meðal forstöðumanna leiðir í ljós að 61% þeirra hefur aldrei veitt starfsmanni skriflega áminningu og 79% hafa aldrei sagt upp starfsmanni í kjölfar áminningar. Aðeins 13% forstöðumanna ríkisstofnana segjast telja að lög og reglur um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. 65% forstöðumannanna telja ekki að lagaumhverfið stuðli að skilvirkni en 21% hópsins er hlutlaust gagnvart spurningunni. 43% forstöðumanna telja sig ekki geta sagt upp starfsmönnum vegna þess að starfsöryggi sé svo stór þáttur í starfskjörum ríkisstarfsmanna. 39% forstöðumanna ríkisins telja sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar ef hluta starfsmanna yrði sagt upp og nýir ráðnir í staðinn. Þetta kemur fram í könnun, sem Ríkisendurskoðun gerði í sumar á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannamála og kynnt var á morgunverðarfundi Ríkisendurskoðunar, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í gær. Um 80 prósent af 206 forstöðumönnum ríkisstofnana svöruðu spurningum Ríkisendurskoðunar. Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að könnunin sé þáttur í heildarúttekt á mannauðsmálum ríkisins sem Ríkisendurskoðun vinnur að og áætlar að skila viðamikilli skýrslu um mannauðsmál ríkisins í lok þessa mánaðar. „Í skýrslunni munum við koma með ábendingar sem við beinum til fjármálaráðuneytisins um hvernig á að bregðast við þessu,“ segir Ingunn. Hún nefnir að helstu ástæður þess að þessir forstöðumenn segja ekki upp starfsmönnum þótt það geti bætt þjónustuna tengist því að lagaumhverfið um málefni starfsmanna ríkisins sé flókið, viðhorfið til áminninga og uppsagna innan opinbera geirans sé neikvætt og starfsöryggi ríkisstarfsmanna sé álitið mikilvægt. Aðeins um helmingur forstöðumanna láti fara fram reglulegt og formlegt mat á frammistöðu starfsmanna. Í því sambandi geti skipt máli að forstöðumenn séu iðulega ráðnir sem sérfræðingar á fagsviði stofnunar fremur en sérfræðingar í stjórnun. Um 24.000 starfsmenn eru í þjónustu ríkisins og segir Ingunn að launakostnaður ríkisins hafi numið um 120 milljörðum króna á árinu 2009. peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Aðeins 13% forstöðumanna ríkisstofnana segjast telja að lög og reglur um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. 65% forstöðumannanna telja ekki að lagaumhverfið stuðli að skilvirkni en 21% hópsins er hlutlaust gagnvart spurningunni. 43% forstöðumanna telja sig ekki geta sagt upp starfsmönnum vegna þess að starfsöryggi sé svo stór þáttur í starfskjörum ríkisstarfsmanna. 39% forstöðumanna ríkisins telja sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar ef hluta starfsmanna yrði sagt upp og nýir ráðnir í staðinn. Þetta kemur fram í könnun, sem Ríkisendurskoðun gerði í sumar á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannamála og kynnt var á morgunverðarfundi Ríkisendurskoðunar, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í gær. Um 80 prósent af 206 forstöðumönnum ríkisstofnana svöruðu spurningum Ríkisendurskoðunar. Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að könnunin sé þáttur í heildarúttekt á mannauðsmálum ríkisins sem Ríkisendurskoðun vinnur að og áætlar að skila viðamikilli skýrslu um mannauðsmál ríkisins í lok þessa mánaðar. „Í skýrslunni munum við koma með ábendingar sem við beinum til fjármálaráðuneytisins um hvernig á að bregðast við þessu,“ segir Ingunn. Hún nefnir að helstu ástæður þess að þessir forstöðumenn segja ekki upp starfsmönnum þótt það geti bætt þjónustuna tengist því að lagaumhverfið um málefni starfsmanna ríkisins sé flókið, viðhorfið til áminninga og uppsagna innan opinbera geirans sé neikvætt og starfsöryggi ríkisstarfsmanna sé álitið mikilvægt. Aðeins um helmingur forstöðumanna láti fara fram reglulegt og formlegt mat á frammistöðu starfsmanna. Í því sambandi geti skipt máli að forstöðumenn séu iðulega ráðnir sem sérfræðingar á fagsviði stofnunar fremur en sérfræðingar í stjórnun. Um 24.000 starfsmenn eru í þjónustu ríkisins og segir Ingunn að launakostnaður ríkisins hafi numið um 120 milljörðum króna á árinu 2009. peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira