Viðskipti erlent

Google: Frelsi minnkar og ritskoðun eykst á netinu

Talsmenn Google leitarvélarinnar segja að sífellt sé verið að takamarka frelsið á netinu og auka ritskoðun.

Þetta á ekki bara við lönd eins og Kína og Íran heldur einnig lönd á borð við Tyrkland, Þýskaland, Taíland og Ástralíu.

Meðal dæma tekin eru má nefna að stjórnvöld í Taílandi komu í veg fyrir að Youtube gæti sýnt myndband af konungi landsins sem þótti sýna honum vanvirðingu.

Í Þýskalandi er bannað að setja efni tengt ný-nasistum á netið og stjórnvöld í Tyrklandi hafa stoppað YouTube þarlendis eftir að netsíðan neitaði því að fjarlægja myndband sem þótti móðgandi í garð Ataturk, einnar af þjóðhetjum landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×