Innlent

Engin merki um að gosi sé að ljúka

Engin merki er um að eldgosinu á Eyjafjallajökli sé að ljúka. Ekki hafa borist fregnir af öskufalli í nótt.
Engin merki er um að eldgosinu á Eyjafjallajökli sé að ljúka. Ekki hafa borist fregnir af öskufalli í nótt. Mynd/Daníel Rúnarsson
Vatnsrennsli undan Gígjökli í Eyjafjallajökli jókst nokkuð undir morgun og er að berast út í Markarfljót. Þetta er þó ekki neitt stórhlaup og tala vísindamenn frekar um gusu. Annars hélt gosið ámóta krafti í nótt og verið hefur síðasta sólarhringinn. Engin merki er um að gosinu sé að ljúka.

Ekki hafa borist fregnir af öskufalli í nótt en fyrstu niðurstöður úr rannsóknum flugvélar þýsku loftrannsóknamiðstöðvarinnar í gær eru væntanlegar í dag.

Gjóskan er nú mun grófari en hún var fyrstu dagana, þegar hún olli sem mestum usla í flugsamgöngum. Millilandaflug komst í eðlilegt horf strax í gær og sömuleiðis innanlandsflug nema til Vestmannaeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×