Viðskipti innlent

Viðskiptablaðið jákvæðast í garð Landsbankans

Nokkur dagblöð, sem birtust alla jafna jákvæðar fréttir af fjármálageiranum á árunum 2006 til 2008.
Nokkur dagblöð, sem birtust alla jafna jákvæðar fréttir af fjármálageiranum á árunum 2006 til 2008.

Allir fjölmiðlar landsins voru nokkuð jákvæðir í umfjöllun sinni um banka og fjármálafyrirtæki á árabilinu 2006 til 2008. Sumir voru þó jákvæðari en aðrir. Á móti hverri neikvæðri frétt Viðskiptablaðsins um Landsbankans birtust 55 neikvæðar. Viðskiptablaðið var jákvæðast í garð fjármálafyrirtækja en DV neikvæðast.

Jákvæðni fjölmiðla einkenndist ekki við þá íslensku heldur fengu íslensk fjármálafyrirtæki heldur góða umfjöllun í erlendum blöðum og tímaritum.

Þetta kemur fram í viðauka við skýslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Í viðaukanum, sem tekur á umfjöllun fjölmiðla hér á landi kemur fram að þrír stærstu prentmiðlarnir hafi skorið sig úr í háum jákvæðnisstuðli. Þar blasi við að Viðskiptablaðið hafi verið mun jákvæðara í garð fyrirtækjanna en aðrir fjölmiðlar.

Morgunblaðið var næstjákvæðast í garð banka og fjármálafyrirtækja á árunum sem um ræðir, að því er fram kemur í viðaukanum. Meðaljákvæðnisstuðull Morgunblaðsins er 0,78 á móti 0,9 hjá Viðskiptablaðinu. Fréttablaðið fylgdi fast á hæla Morgunblaðsins með stuðulinn 0,77 en Fréttastofa Sjónvarps var þar á eftir með stuðulinn 0,65.

Neikvæðustu fréttirnar birtust í DV, sem var með jákvæðnismeðaltalið 0,28. Á eftir fylgdi Stöð 2 með stuðulinn 0,61 og Blaðið/24 stundir með stuðulinn 0,62.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×