Innlent

Svartur loðinn tuddi og augun öll á floti

Vegurinn í sundur Vegurinn var rofinn til að hlífa brúnni yfir Markarfljótið.
Fréttablaðið/vilhelm
Vegurinn í sundur Vegurinn var rofinn til að hlífa brúnni yfir Markarfljótið. Fréttablaðið/vilhelm

Margar sagnir eru til um berdreymi, allt aftur til Íslendingasagnanna. Ef marka má Svein Runólfsson landgræðslustjóra, lifa þær góðu lífi í nútímanum.

„Þetta er orðinn fullorðinn maður og kominn á eftirlaun og hann dreymdi draum í vetur, áður en goshrinan hófst. Þegar gosið hófst á Fimmvörðuhálsi sagði hann mér frá þessu,“ segir Sveinn.

„Hann dreymdi rauðan kálf sem ærslaðist heilmikið en hvarf þó að lokum á braut. Hann er ekki fyrr farinn en gríðarlega stórt og svart naut birtist, mjög loðið, augun risastór og öll á floti. Tuddinn veittist að þessum fyrrverandi starfsmanni mínum og þó sá sé mikill hugmaður þá vék hann að lokum undan tuddanum. Honum fannst síðan tuddinn hrökklast í burtu.“

Sveinn vill ekki segja annað um dreymandann en að hann hafi unnið hjá Landgræðslunni. „Hann mundi drepa mig ef ég gæfi nafnið hans upp!“

Menn hafa lesið ýmislegt í drauminn, að rauði tuddinn væri gosið á Fimmvörðuhálsi og sá svarti undir Eyjafjallajökli. Eða það sem verra er, að sá rauði sé gosið sem nú stendur yfir en sá svarti boði Kötlugos.

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×