Handbolti

Akureyringar keyrðu suður út af eldgosinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúanr Sigtryggsson og félagar eru á leið í bæinn.
Rúanr Sigtryggsson og félagar eru á leið í bæinn. Mynd/Anton

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hefur einnig áhrif á íþróttalífið hér heima. Allt innanlandsflug var fellt niður og því gat handboltalið Akureyrar ekki flogið suður en liðið á mæta Gróttu klukkan 16 í dag.

Akureyringar brugðust við þessum tíðindum með því að leigja nokkra bílaleigubíla og keyra suður í leikinn.

Að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrarliðsins þá var liðið á Blönduósi í hádeginu og nær því í leikinn á réttum tíma.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×