Körfubolti

Jón Arnór góður í naumu tapi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Vilhelm
Granada tapaði 60-57 fyrir Menorka í spænsku úrvalsdeildinni en liðið var 51-38 undir þegar 7 mínútur voru eftir. 19-9 endasprettur liðsins hófst á þriggja stiga körfu frá Jóni Arnóri.

Granada fékk tvær sóknir í lokin til að tryggja sér framlengingu eða sigur en klúðruðu boltanum í tvígang á klaufalegan hátt án þess að Jón fengi boltann.

Jón Arnór með 11 stig í leiknum og komu þau öll í seinni hálfleik. Jón Arnór var einnig með 2 fráköst, 2 stolna bolta og 4 fiskaðar villur.

Jón Arnór fór fyrir endurkomu Granada sem var komið níu stigum undir í leiknum þegar hann kom fyrst inn af bekknum.

Granada vann þær 24 mínútur sem Jón Arnór spilaði með 9 stigum (37-28) en tapaði með 12 stigum (20-32) þær 18 mínútur sem Jón var á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×