Körfubolti

Helgi Már settur í byrjunarliðið og svaraði kallinu með stórleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon.
Helgi Már Magnússon. Mynd/
Helgi Már Magnússon átti stórleik með Solna í 98-82 heimasigri á 08 Stockholm í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Helgi Már var settur í byrjunarliðið eftri fjóra tapleiki Solna í röð og sýndi að þar á hann heima með því að eiga sannkallaðan stórleik.

Helgi Már var með 23 stig og 10 fráköst fyrir Solna á aðeins 22 mínútum en hann hitti úr 10 af 14 skotum sínum utan af velli í leiknum þar af setti hann niður 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Helgi Már tók fjögur af fráköstum sínum í sókn og stal síðan tveimur boltum í vörninni.

Solna liðið vann tíu deildarleiki í röð frá 29. október til og með 4. desember og var þá í efsta sæti deildarinnar. Liðið hafði hinsvegar tapað fjórum síðustu leikjum sínum og í þeim öllum byrjaði Helgi Már á bekknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×