San Francisco Giants vann í nótt bandaríska meistaratitilinn í hafnarbolta eftir 4-1 sigur á Texas Rangers í úrslitarimmu MLB-deildarinnar.
Giants tryggði sér titilinn með 3-1 útisigri á Rangers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmunni. Það var Edgar Renteria sem var hetja Giants en hann tryggði sínum mönnum öll stigin þrjú með heimahlaupi (e. home run) í sjöundu lotu.
Tim Lincecum, kastari Giants, átti einnig góðan leik og hélt Rangers í aðeins einu stigi.
Þetta var sjötti titill Giants í sögunni en sá fyrsti síðan 1954. Þetta var einnig fyrsti titill félagsins síðan það flutti frá New York til Kaliforníu árið 1958.
Fyrsti titill Giants í 56 ár
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn