Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar segir að ef askan úr Eyjafjallajökli loki flugvöllum í meira en einn dag missi þeir um leið 3-4% af mánaðartekjum sínum.
„Flugvellirnir tapa tekjum frá bæði farþegum og flugfélögum og þetta getur orðið dýrkeypt fyrir báða aðila," segir Ole Kirchert Christiansen forstjóri Travel Brooker. Hann bætir því við að eftir að askan hverfur taki a.m.k. einn dag að koma starfsemi flugfélaganna og vallana í samt lag á ný.
Fyrir utan tekjutap af farþegum þurfa flugfélögin einnig að glíma við margvíslegan aukakostnað vegna öskunnar. Þau þurfa að skaffa farþegum sínum og áhöfnum hótelgistingar. Þar að auki kostar það skildingin að hafa flugvélar standandi aðgerðarlausar á flugvöllum þegar áætlanir gera ráð fyrir að þær séu í notkun 10 til 12 tíma á dag.
„Það er enginn sem pantar sér flug fyrir morgundaginn í dag," segir Christiansen. „Þannig að þótt allt fari á fullt á morgun mun skorta farþega í þau flug."