Hægt að ganga strax frá þriðjungi gjaldeyrislána 1. október 2010 06:00 Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira