Umfjöllun: Grindavík lagði Keflavík í hörkuleik Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. desember 2010 22:30 Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum