Umfjöllun: Grindavík lagði Keflavík í hörkuleik Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. desember 2010 22:30 Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum