Magnús spáir Val og HK í úrslitin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 12:00 Magnús Erlendsson spáir því að Valsmenn og HK-ingar muni leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús. Olís-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús.
Olís-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira