Handbolti

Atli Ævar: Unnum fyrir sigrinum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán

Atli Ævar Ingólfsson var frábær á sínum gamla heimavelli í gærkvöldi þegar HK vann Akureyri 22-24 í N1-deild karla. Hann leiddi sókn HK sem komst þar með í úrslitakeppnina. „Það er frábært,“ sagði Atli brosmildur.

„Það er alltaf gaman að spila hérna. Og ekkert verra að vinna. Þetta var flottur leikur og við komum tilbúnir í slaginn. Við ætluðum okkur að vinna þetta. Mér fannst þetta sanngjarn sigur, við unnum alveg fyrir þessu. Við börðumst allan tímann og kláruðum þetta.“

„Við héldum haus og vorum þéttir. Maður er alltaf svolítið stressaður þegar spennan er svona mikil en við vissum alltaf að við myndum vinna þetta,“ sagði Atli og glotti. Hann á heldur enga óska mótherja í úrslitakeppninni.

„Nei. Við vinnum öll þessi lið á góðum degi þegar við spilum okkar leik,“ sagði Akureyringurinn og HK-ingurinn Atli Ævar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×