Besti flokkurinn hefur alla burði til að ná langt 26. mars 2010 19:31 Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Besti flokkurinn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Flokkurinn mælist nú með nærri þrettán prósenta fylgi. Sjálfstæðiflokkur, Samfylking og Vinstri grænir halda sínum borgarfulltrúum en Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn koma ekki manni að. Könnunin náði til 800 borgarbúa en um 480 tóku afstöðu eða um 60 prósent. Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir tíðindi felast í því að núverandi meirihluti sé fallinn. Einnig að þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum á landsvísu nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að endurheimta stöðu sína sem meirihlutaflokkur í Reykjavík. Magnús segir að ríkisstjórnarflokkarnir geti vel við unað og þá komi árangur Besta flokksins á óvart. Hann telur að flokkurinn geti náð góðum árangri í komandi kosningum enda sé listi flokksins skipaður þjóðkunnum einstaklingum. „Það getur vel verið að fólk treysti þessum einstaklingum þó svo þeir séu í einhverskonar hlutverki í þessari kosningabaráttu,“ segir Magnús. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að ekki sé um grínframboð að ræða en flokkurinn hefur það meðal annars á stefnuskrá að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og setja upp tollahlið við Seltjarnarnes. Eru þetta mál sem að samfélagið þarf á að halda einmitt núna þegar við erum að ganga í gegnum eina mestu efnahagskreppu seinni tíma? „Já, tvímælalaust. Við getum ekki bara endalaust horft á fréttir og fylgst með þessum leiðindum. Við verðum líka að geta farið í Húsdýragarðinn, slakað á og horft á ísbjörn,“ segir Jón. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Besti flokkurinn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Flokkurinn mælist nú með nærri þrettán prósenta fylgi. Sjálfstæðiflokkur, Samfylking og Vinstri grænir halda sínum borgarfulltrúum en Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn koma ekki manni að. Könnunin náði til 800 borgarbúa en um 480 tóku afstöðu eða um 60 prósent. Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir tíðindi felast í því að núverandi meirihluti sé fallinn. Einnig að þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum á landsvísu nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að endurheimta stöðu sína sem meirihlutaflokkur í Reykjavík. Magnús segir að ríkisstjórnarflokkarnir geti vel við unað og þá komi árangur Besta flokksins á óvart. Hann telur að flokkurinn geti náð góðum árangri í komandi kosningum enda sé listi flokksins skipaður þjóðkunnum einstaklingum. „Það getur vel verið að fólk treysti þessum einstaklingum þó svo þeir séu í einhverskonar hlutverki í þessari kosningabaráttu,“ segir Magnús. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að ekki sé um grínframboð að ræða en flokkurinn hefur það meðal annars á stefnuskrá að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og setja upp tollahlið við Seltjarnarnes. Eru þetta mál sem að samfélagið þarf á að halda einmitt núna þegar við erum að ganga í gegnum eina mestu efnahagskreppu seinni tíma? „Já, tvímælalaust. Við getum ekki bara endalaust horft á fréttir og fylgst með þessum leiðindum. Við verðum líka að geta farið í Húsdýragarðinn, slakað á og horft á ísbjörn,“ segir Jón.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00