Krefjast ferðafrelsis í Vatnajökulsþjóðgarði 29. september 2010 05:30 Að því er segir á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er eitt helsta hlutverk þjóðgarðsins að gera almenningi kleift að njóta hans í gegnum upplifun og fræðslu. Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir
Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira