Umfjöllun: Grindavík slátraði Fjölni í fjórða leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2010 22:45 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum