Umfjöllun: Grindavík slátraði Fjölni í fjórða leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2010 22:45 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira