Handbolti

Sturla: Vonandi fyrsti sigurinn af mörgum

Henry Birgir Gunnarsson í áhaldageymslunni að Varmá skrifar
Mynd/Valli

Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, haltraði af velli í leikslok gegn Aftureldingu í kvöld. Hann fékk slæmt högg á fótinn og var ekki á bætandi þar sem hann hefur verið meiddur upp á síðkastið.

Hann gat þó leyft sér að brosa enda fyrsti sigur Vals í vetur staðreynd.

"Þetta var ekki fallegt en þetta var æðislegt. Sigur er samt sigur og við náðum að halda þetta út. Það var mikilvægt fyrir okkur," sagði Sturla.

"Það er búinn að vera stígandi hjá okkur og loksins kom sigur. Þetta er vonandi fyrsti sigurinn af mörgum í vetur," sagði Sturla sem neitaði því ekki að það væru enn brotalamir á leik liðsins eins og sást best er liðið tapaði niður sjö marka forskoti í kvöld.

"Það var hrikalegt. Ég veit ekki hvort menn verða hreinlega stressaðir. Þetta hafðist samt í kvöld og það er fyrir öllu."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×