Smáralind skráð í Kauphöllina 11. nóvember 2010 04:00 stýrir tugum fasteigna Eigendur Regins drógu lærdóm af söluferli Smáralindar, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins ehf.Fréttablaðið/GVA „Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vetfangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn. Félagið á 32 eignir, að mestu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu og gefur af sér fastar tekjur. Þar á meðal er Smáralind í Kópavogi og íþrótta- og afþreyingarmiðstöðin Egilshöll í Grafarvogi. Unnið er nú að skráningu fasteignanna á hlutabréfamarkað. Fasteignafélag Íslands, sem Saxbygg, félag Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu og byggingarfélagsins Bygg, stofnuðu utan um rekstur Smáralindar á sínum tíma hefur verið eignalaust frá hruni. Inn í það munu Smáralind og Egilshöll fara ásamt öðrum fasteignum. Helgi útilokar ekki að húsnæði World Class í Laugum fari þangað sömuleiðis. Framkvæmdastjóri var ráðinn yfir Fasteignafélag Íslands í síðustu viku og tekur fjármálastjóri við í vikunni. Leitað er eftir því að fylla í fleiri stöður eftir því sem nær líður hugsanlegri skráningu. Allir framkvæmdastjórar Smáralindar eru ýmist hættir eða gera það fljótlega. Smáralind var boðin til sölu í apríl síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í félagið. Þeim var báðum hafnað í september. Helgi segir fjárfesta frá Noregi, Írlandi og fleiri löndum hafa verið áhugasama um kaup á eignum Regins í fyrrahaust og hafi allt verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu. „Þeir voru að horfa til verslanamiðstöðva, hótela og fleiri eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau að þeir vildu kaupa eignir og eiga í langan tíma,“ segir Helgi og bætir við að allt hafi verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu eigna félagsins og söluferli skipulagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjárfesta hins vegar tekið að dvína. Bæði hafi dregið úr trausti á íslenskt efnahagslíf, óvissa í stjórnmálum sett strik í reikninginn ofan í gjaldeyrishöft. Þá munaði um að verð á sambærilegum eignum hrundi í Evrópu í fyrravor og leituðu fjárfestar því fremur þangað en hingað. Gangi áætlanir eftir verður þetta fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt á mörkuðum hinna Norðurlandanna. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
„Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vetfangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn. Félagið á 32 eignir, að mestu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu og gefur af sér fastar tekjur. Þar á meðal er Smáralind í Kópavogi og íþrótta- og afþreyingarmiðstöðin Egilshöll í Grafarvogi. Unnið er nú að skráningu fasteignanna á hlutabréfamarkað. Fasteignafélag Íslands, sem Saxbygg, félag Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu og byggingarfélagsins Bygg, stofnuðu utan um rekstur Smáralindar á sínum tíma hefur verið eignalaust frá hruni. Inn í það munu Smáralind og Egilshöll fara ásamt öðrum fasteignum. Helgi útilokar ekki að húsnæði World Class í Laugum fari þangað sömuleiðis. Framkvæmdastjóri var ráðinn yfir Fasteignafélag Íslands í síðustu viku og tekur fjármálastjóri við í vikunni. Leitað er eftir því að fylla í fleiri stöður eftir því sem nær líður hugsanlegri skráningu. Allir framkvæmdastjórar Smáralindar eru ýmist hættir eða gera það fljótlega. Smáralind var boðin til sölu í apríl síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í félagið. Þeim var báðum hafnað í september. Helgi segir fjárfesta frá Noregi, Írlandi og fleiri löndum hafa verið áhugasama um kaup á eignum Regins í fyrrahaust og hafi allt verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu. „Þeir voru að horfa til verslanamiðstöðva, hótela og fleiri eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau að þeir vildu kaupa eignir og eiga í langan tíma,“ segir Helgi og bætir við að allt hafi verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu eigna félagsins og söluferli skipulagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjárfesta hins vegar tekið að dvína. Bæði hafi dregið úr trausti á íslenskt efnahagslíf, óvissa í stjórnmálum sett strik í reikninginn ofan í gjaldeyrishöft. Þá munaði um að verð á sambærilegum eignum hrundi í Evrópu í fyrravor og leituðu fjárfestar því fremur þangað en hingað. Gangi áætlanir eftir verður þetta fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt á mörkuðum hinna Norðurlandanna. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira