Smáralind skráð í Kauphöllina 11. nóvember 2010 04:00 stýrir tugum fasteigna Eigendur Regins drógu lærdóm af söluferli Smáralindar, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins ehf.Fréttablaðið/GVA „Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vetfangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn. Félagið á 32 eignir, að mestu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu og gefur af sér fastar tekjur. Þar á meðal er Smáralind í Kópavogi og íþrótta- og afþreyingarmiðstöðin Egilshöll í Grafarvogi. Unnið er nú að skráningu fasteignanna á hlutabréfamarkað. Fasteignafélag Íslands, sem Saxbygg, félag Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu og byggingarfélagsins Bygg, stofnuðu utan um rekstur Smáralindar á sínum tíma hefur verið eignalaust frá hruni. Inn í það munu Smáralind og Egilshöll fara ásamt öðrum fasteignum. Helgi útilokar ekki að húsnæði World Class í Laugum fari þangað sömuleiðis. Framkvæmdastjóri var ráðinn yfir Fasteignafélag Íslands í síðustu viku og tekur fjármálastjóri við í vikunni. Leitað er eftir því að fylla í fleiri stöður eftir því sem nær líður hugsanlegri skráningu. Allir framkvæmdastjórar Smáralindar eru ýmist hættir eða gera það fljótlega. Smáralind var boðin til sölu í apríl síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í félagið. Þeim var báðum hafnað í september. Helgi segir fjárfesta frá Noregi, Írlandi og fleiri löndum hafa verið áhugasama um kaup á eignum Regins í fyrrahaust og hafi allt verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu. „Þeir voru að horfa til verslanamiðstöðva, hótela og fleiri eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau að þeir vildu kaupa eignir og eiga í langan tíma,“ segir Helgi og bætir við að allt hafi verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu eigna félagsins og söluferli skipulagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjárfesta hins vegar tekið að dvína. Bæði hafi dregið úr trausti á íslenskt efnahagslíf, óvissa í stjórnmálum sett strik í reikninginn ofan í gjaldeyrishöft. Þá munaði um að verð á sambærilegum eignum hrundi í Evrópu í fyrravor og leituðu fjárfestar því fremur þangað en hingað. Gangi áætlanir eftir verður þetta fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt á mörkuðum hinna Norðurlandanna. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vetfangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn. Félagið á 32 eignir, að mestu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu og gefur af sér fastar tekjur. Þar á meðal er Smáralind í Kópavogi og íþrótta- og afþreyingarmiðstöðin Egilshöll í Grafarvogi. Unnið er nú að skráningu fasteignanna á hlutabréfamarkað. Fasteignafélag Íslands, sem Saxbygg, félag Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu og byggingarfélagsins Bygg, stofnuðu utan um rekstur Smáralindar á sínum tíma hefur verið eignalaust frá hruni. Inn í það munu Smáralind og Egilshöll fara ásamt öðrum fasteignum. Helgi útilokar ekki að húsnæði World Class í Laugum fari þangað sömuleiðis. Framkvæmdastjóri var ráðinn yfir Fasteignafélag Íslands í síðustu viku og tekur fjármálastjóri við í vikunni. Leitað er eftir því að fylla í fleiri stöður eftir því sem nær líður hugsanlegri skráningu. Allir framkvæmdastjórar Smáralindar eru ýmist hættir eða gera það fljótlega. Smáralind var boðin til sölu í apríl síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í félagið. Þeim var báðum hafnað í september. Helgi segir fjárfesta frá Noregi, Írlandi og fleiri löndum hafa verið áhugasama um kaup á eignum Regins í fyrrahaust og hafi allt verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu. „Þeir voru að horfa til verslanamiðstöðva, hótela og fleiri eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau að þeir vildu kaupa eignir og eiga í langan tíma,“ segir Helgi og bætir við að allt hafi verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu eigna félagsins og söluferli skipulagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjárfesta hins vegar tekið að dvína. Bæði hafi dregið úr trausti á íslenskt efnahagslíf, óvissa í stjórnmálum sett strik í reikninginn ofan í gjaldeyrishöft. Þá munaði um að verð á sambærilegum eignum hrundi í Evrópu í fyrravor og leituðu fjárfestar því fremur þangað en hingað. Gangi áætlanir eftir verður þetta fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt á mörkuðum hinna Norðurlandanna. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira