Fótbolti

Sögulegt tímabil hjá Rosenborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Rosenborg.
Úr leik með Rosenborg. Nordic Photos / AFP

Rosenberg fór í gegnum tímabilið í norsku úrvalsdeildinni í sumar án þess að tapa leik. Það er í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist en tímabilinu lauk í dag.

Rosenborg gerði 2-2 jafntefli við Álasund í lokaumferðinni en liðið var fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Það var því aðeins spurning um að fara taplaust í gegnum tímabilið og því tókst liðinu að gera.

Álasund komst reyndar yfir í leiknum en Rosenborg skoraði tvívegis áður en að Álasund jafnaði metin með marki í blálok leiksins.

Rosenborg hlaut 68 stig í ár, átta meira en Vålerenga sem varð í öðru sæti. Liðið vann nítján leiki og gerði ellefu jafntefli.

Birkir Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Viking sem vann Kongsvinger í lokaumferðinni í dag, 3-1. Mörkin skoraði hann með átta mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks.

Birkir spilaði allan leikinn fyrir Viking, rétt eins og Indriði Sigurðsson.

Hönefoss steinlá fyrir Sandefjord á útivelli, 6-1. Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn með Hönefoss.

Bjarni Ólafur Eiríksson og Pálmi Rafn Pálmason léku allan leikinn með Stabæk sem tapaði, 1-0, fyrir Molde á útivelli. Veigar Páll Gunnarsson var ekki í hópnum hjá Stabæk.

Árni Gautur Arason var á bekknum í sínum síðasta leik hjá Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Brann. Birkir Már Sævarsson var ekki í hópnum hjá Brann og Gylfi Einarsson var ónotaður varamaður í sínu síðasta leik hjá félaginu.

Það var mikill markaleikur er Strömsgodset vann 5-4 sigur á Lilleström. Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Lilleström, sem og Stefán Logi Magnússon markvörður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×