Rannsóknarnefnd Alþingis gerir athugasemd við það að Seðlabanki Íslands hafi ekki kannað aðstæður nægjanlega vel áður en ríkið keypti 75% hlut í Glitni í lok september 2008.
Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir óeðlilegt að Seðlabankinn hafi ekki beitt heimild til þess að fara inn í bankann til þess að skoða lánabænkur hans. Um hefði verið að ræða bakna sem var kominn að falli en aðstæður breyttust dag frá degi. Ekki hafi verið hægt að átta sig á stöðunni öðruvísi en að fara inn í bankann. Seðlabankinn hafi ekki haft forsendur til þess að meta hvort eðlilegt væri að ríkið keypti 75% hlut í bankanum.
Um það bil viku eftir að ríkið tók yfir 75% hlut í Glitni voru neyðarlögin sett og skilanefndir settar yfir alla þrjá stóru bankana.
Segja að Seðlabankinn hafi ekki kannað Glitni fyrir yfirtöku
Jón Hákon Halldórsson skrifar
