Stefán með slitna hásin: Ég er ekki óheppnasti handboltamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2010 07:00 Fréttablaðið/Anton Hinn lunkni hornamaður Fram, Stefán Baldvin Stefánsson, verður væntanlega ekkert með Frömurum í vetur eftir að hafa slitið hásin á æfingu í vikunni. „Ég var að taka af stað og þá var eins og það væri sparkað aftan í mig þó svo það væri enginn nálægt. Þetta var sárt en ég gerði mér strax grein fyrir því hvað hefði gerst. Hef séð svona gerast og veit hvernig það lýsir sér," sagði Stefán Baldvin svekktur. „Það er talað um að sinin sjálf jafni sig á hálfu ári. Þá á ég eftir að komast í form og styrkja sinina. Það er því frekar hæpið að ég nái að spila eitthvað í vetur," sagði Stefán en þetta er mikið áfall fyrir Framara enda missti liðið annan vinstri hornamann á dögunum er Guðjón Finnur Drengsson ákvað að ganga í raðir Selfoss. Það verður seint sagt að lukkan leiki við Stefán Baldvin í handboltanum því á síðasta vetri skaddaðist hann mjög illa á auga er hann fékk putta í augað. Hann hefur síðan þurft að leika með hlífðargleraugu. „Ég er með 20 prósent sjón á auganu og það lagast líklega ekki meira," sagði Stefán en hann ætlar ekki að hætta í boltanum þó mótlætið sé mikið. „Þegar ég hætti þá mun ég hætta á eigin forsendum. Ég hef ekki áhuga á því að enda ferilinn svona," sagði hinn 28 ára gamli Stefán sem þvertekur fyrir að vera orðinn óheppnasti handboltamaður landsins og hafi þar með tekið við kyndlinum af hinum seinheppna Stjörnumanni, Vilhjálmi Halldórssyni. „Ég á nokkuð í land með að ná honum. Hef ekki enn dottið ofan af þaki og ökklabrotnað í píptesti," sagði Stefán léttur en hann segist vera mjög jákvæður þrátt fyrir allt mótlætið. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Hinn lunkni hornamaður Fram, Stefán Baldvin Stefánsson, verður væntanlega ekkert með Frömurum í vetur eftir að hafa slitið hásin á æfingu í vikunni. „Ég var að taka af stað og þá var eins og það væri sparkað aftan í mig þó svo það væri enginn nálægt. Þetta var sárt en ég gerði mér strax grein fyrir því hvað hefði gerst. Hef séð svona gerast og veit hvernig það lýsir sér," sagði Stefán Baldvin svekktur. „Það er talað um að sinin sjálf jafni sig á hálfu ári. Þá á ég eftir að komast í form og styrkja sinina. Það er því frekar hæpið að ég nái að spila eitthvað í vetur," sagði Stefán en þetta er mikið áfall fyrir Framara enda missti liðið annan vinstri hornamann á dögunum er Guðjón Finnur Drengsson ákvað að ganga í raðir Selfoss. Það verður seint sagt að lukkan leiki við Stefán Baldvin í handboltanum því á síðasta vetri skaddaðist hann mjög illa á auga er hann fékk putta í augað. Hann hefur síðan þurft að leika með hlífðargleraugu. „Ég er með 20 prósent sjón á auganu og það lagast líklega ekki meira," sagði Stefán en hann ætlar ekki að hætta í boltanum þó mótlætið sé mikið. „Þegar ég hætti þá mun ég hætta á eigin forsendum. Ég hef ekki áhuga á því að enda ferilinn svona," sagði hinn 28 ára gamli Stefán sem þvertekur fyrir að vera orðinn óheppnasti handboltamaður landsins og hafi þar með tekið við kyndlinum af hinum seinheppna Stjörnumanni, Vilhjálmi Halldórssyni. „Ég á nokkuð í land með að ná honum. Hef ekki enn dottið ofan af þaki og ökklabrotnað í píptesti," sagði Stefán léttur en hann segist vera mjög jákvæður þrátt fyrir allt mótlætið.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira