Engar breytingar urðu á eldgosinu í Eyjafjallajökli frá því sem hefur verið í rúmann sólarhring. Vindur hefur hinsvegar snúist í austurátt þannig að líitlsháttar öskufall er nú vestur af eldstöðinni.
Gosmökkur sást að minnstakosti einu sinni í nótt, og gæti fíngerð aska úr honum borist með háloftavindum í vesturátt. Austanáttin verður ríkjandi í dag og eitthvað fram eftir degi á morgun, að minnsta kosti.
Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni. Bannsvæðið nær yfir Eyjafjallajökul og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul. Fólk er beðið um að virða þessar lokanir.