Innlent

Niðurstaðan vond í alla staði

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

„Þetta er pólitísk niðurstaða. Það er að segja að það voru pólitísk undirmál sem réðu niðurstöðu þessa máls,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Mér finnst niðurstaðan vond í alla staði og hvernig er hægt að komast að annarri niðurstöðu en pólitísk aðför hafi verið gerð að einum manni þegar atkvæði voru greidd með þeim hætti sem varð.“

Bjarni bendir á að hugmyndum flutningsmanna tillagnanna var hafnað í þremur tilvikum af fjórum, sem hljóti að vera þungur skellur fyrir viðkomandi.

„Það sýnir hversu umdeilt málið var og stóð tæpt fyrir þinginu. Það er einmitt í slíkum tilvikum, þar sem erfitt er að leggja mat á embættisfærslur fyrrverandi ráðherra, sem þingið á að halda sig sem lengst frá því að gera pólitísk uppgjör að sakamáli. En það var einmitt það sem gerðist hér.“ - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×