Handbolti

Atli búinn að skrifa undir hjá Akureyrarliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Hilmarsson.
Atli Hilmarsson. Mynd/VIlhelm
Atli Hilmarsson verður næsti þjálfari Akureyrar í N1 deild karla í handbolta en hann skrifaði undir tveggja ára samning á Akureyri nú rétt áðan.

Atli Hilmarsson mun taka við stöðunni af Rúnari Sigtryggssyni sem hefur þjálfað Akureyrarliðið síðan að Þór og KA voru sameinuð. Atli þjálfaði kvennalið Stjörnunnar undanfarin tvö tímabili og gerði Garðabæjarliðið að Íslandsmeisturum í fyrra.

Atli þekkir vel til á Akureyri en hann þjálfaði karlalið KA á árunum 1997 til 2002 og gerði liðið að Íslandsmeisturum á síðasta tímabili sínu með liðið. Þrír leikmenn Akureyrar í dag, Heimir Örn Árnason, Hafþór Einarsson og Hreinn Hauksson, léku með KA-liðinu fyrir átta árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×