Erlent

Samkynhneigðir þurfa að bíða

samkynhneigðir í Kaliforníu Beðið eftir áfrýjunardómstól.nordicphotos/AFP
samkynhneigðir í Kaliforníu Beðið eftir áfrýjunardómstól.nordicphotos/AFP

Samkynhneigð pör í Kaliforníu, sem höfðu búið sig undir að ganga í hjónaband nú í vikunni, þurfa að bíða lengur.

Áfrýjunardómstóll, sem hefur fengið málið til meðferðar, gaf út bann við hjónaböndum samkynhneigðra þangað til úrskurður er fallinn.

Dómari í Kaliforníu, Vaughn Walker, úrskurðaði í byrjun ágúst að bann við hjónaböndum samkynhneigðra, sem samþykkt var í almennri atkvæðagreiðslu, bryti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Þeim dómi var áfrýjað, en jafnvel þótt áfrýjunardómstóllinn leyfi hjónaböndin gæti málið á endanum farið fyrir Hæstarétt landsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×