Handbolti

Verður 2010 ár Framara í handboltanum?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Magnús Erlendsson, markmaður.
Magnús Erlendsson, markmaður.
„Við erum með gott hlutfall eftir áramót. Ég held að 2009 hafi verið slakasta ár hjá Fram frá upphafi. Við vorum á toppnum fyrir jól 2008 og vorum svo skelfilegir allt árið. Eigum við ekki að segja að 2010 verði árið okkar," sagði Magnús Gunnar Erlendsson markmaður Fram í gær.

Orðin lét Magnús falla eftir góðan sigur Framara á Akureyri fyrir norðan. Framarar hafa þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum í deildinni.

Vísir ákvað að athuga tölfræðina hjá Fram og Magnús hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér.

Tímabilið 2008/2009

Fyrir áramót:

Sigrar: 8

Jafntefli: 1

Töp: 4

Niðurstaða: Á toppi deildarinnar um jólin með 17 stig.

Bikar: Þrír sigurleikir.

Eftir áramót:

Sigrar: 6

Jafntefli: 1

Töp: 6

Niðurstaða: Fjórða sæti í deildinni.

Bikar: Sigur í undanúrslitum bikars en tap fyrir Val í úrslitaleiknum.

Tímabilið 2009/2010:

Fyrir áramót:

Sigrar: 1

Jafntefli: 0

Töp: 8

Niðurstaða: Á botni deildarinnar um jólin.

Bikar: Sigur og tap í bikar, dettur út fyrir Val í átta liða úrslitum.



Eftir áramót:


Sigrar: 4

Jafntefli: 1

Töp: 4

Niðurstaða: Jafnt Stjörnunni á botni deildarinnar, með 11 stig eftir 18 leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×