Heimssögulegur fundur í Lissabon Össur Skarphéðinsson skrifar 23. nóvember 2010 06:00 Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun