Handbolti

Úrslitakeppni karla hefst 22. apríl

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valur mætir Akureyri í undanúrslitum.
Valur mætir Akureyri í undanúrslitum.

Í kvöld hefst úrslitakeppni kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Í karlaflokki hefst úrslitakeppnin hinsvegar fimmtudagskvöldið 22. apríl.

Lokaumferðin í N1-deild karla fór fram í gær og þá kom í ljós að Akureyringar komast í úrslitakeppnina en FH-ingar sitja eftir.

Í undanúrslitarimmunum mætast Haukar og HK annarsvegar og Valur og Akureyri hinsvegar. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

Fimmtudagur 22.apríl

Ásvellir: Haukar - HK

Vodafone höllin: Valur - Akureyri

Laugardagur 24.apríl

Digranes: HK - Haukar

Höllin Akureyri: Akureyri - Valur

Mánudagur 26.apríl

Ásvellir: Haukar - HK (ef þarf)

Vodafone höllin: Valur - Akureyri (ef þarf)

Lokastaðan í N1-deild karla:

1. Haukar - 30 stig

2. Valur - 27 stig

3. Akureyri - 24 stig

4. HK - 24 stig

5. FH - 23 stig

6. Fram - 15 stig

7. Grótta - 14 stig

8. Stjarnan - 11 stig

Stjarnan fellur beint niður í 1. deild en Grótta fer í umspil um laust sæti í N1-deildinni á næsta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×