Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld 2. mars 2010 08:54 Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira