Innlent

Eyjafjallajökull: Breytingar á áætlun Icelandair

Icelandair hefur tilkynnt breytingar á flugáætlun sinni í ljósi þess veðurspá gefur til kynna að Keflavíkurflugvöllur gæti lokast hluta morgundagsins vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Brottför flugs til Kaupmannahafnar, London, Osló, Stokkhólms, Helsinki, Frankfurt, Amsterdam og Parísar í fyrramálið hefur því verið flýtt til klukkan fimm í fyrramálið að því er fram kemur í tilkynningu.

Flugi FI436 til Manchester/Glasgow hefur verið aflýst og einnig síðdegisflugi FI 213/213 til Kaupmannahafnar og flugi FI 454/455 til London.

Þá segir að brottför þriggja fluga frá Bandaríkjunum í kvöld hafi verið flýtt um eina til tvær klukkustundir af sömu ástæðu. Búast má við seinkun á flugi frá Evrópuborgum til landsins síðdegis á morgun og jafnframt á síðdegisfluginu frá Keflavíkurflugvelli til New York, Boston, Seattle, Minneapolis og Toronto.

Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast með fréttum, og upplýsingum um komu- og brottfarartímum á www.icelandair.is og vefmiðlum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×