Segir trúnaðarbrest skýra brottrekstur 29. september 2010 00:15 Júrí Luzhkov Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur. Luzhkov, sem er 74 ára, hefur verið borgarstjóri Moskvu í 18 ár. Það var þáverandi forseti, Boris Jeltsín, sem fékk hann fyrst í embættið. Þeim kom vel saman, en stirðara var á milli hans og Vladimírs Pútíns, sem var forseti Rússlands 2000 til 2008. Pútín umbar engu að síður Luzhkov, enda var borgarstjórinn duglegur og kraftmikill, sem virtist henta vel umdeildum stjórnstíl Pútíns. Dugnaður Luzhkovs birtist meðal annars í því að hann gerði borgina nútímalegri, lét endurnýja og fegra götur og hús og naut fyrir vikið mikilla vinsælda meðal almennings. Þessar vinsældir öfluðu einnig stjórnarflokknum, Sameinuðu Rússlandi, verulegs fylgis í þingkosningum, enda var Luzhkov einn af stofnendum flokksins. Af þessum sökum hafa stjórnvöld landsins ekki viljað hrófla við honum fyrr en nú. Á hinn bóginn hefur hann verið sakaður um að misnota embættið til að auðgast persónulega, og eiginkona hans reyndar sögð enn grófari í þeim efnum. Hann aflaði sér einnig mikilla óvinsælda í sumar, þegar eldarnir miklu geisuðu í næsta nágrenni Moskvu og kæfðu borgarbúa í reyk, því Luzhkov var á ferðalagi í Austurríki og sá ekki ástæðu til að flýta för sinni heim. Luzhkov hafði einnig slæmt orð á sér vegna þeirrar hörku sem hann hefur jafnan sýnt samkynhneigðum. Hann hefur ítrekað bannað þeim að halda gleðigöngur á götum Moskvu og farið ófögrum orðum um samkynhneigð.- gb Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur. Luzhkov, sem er 74 ára, hefur verið borgarstjóri Moskvu í 18 ár. Það var þáverandi forseti, Boris Jeltsín, sem fékk hann fyrst í embættið. Þeim kom vel saman, en stirðara var á milli hans og Vladimírs Pútíns, sem var forseti Rússlands 2000 til 2008. Pútín umbar engu að síður Luzhkov, enda var borgarstjórinn duglegur og kraftmikill, sem virtist henta vel umdeildum stjórnstíl Pútíns. Dugnaður Luzhkovs birtist meðal annars í því að hann gerði borgina nútímalegri, lét endurnýja og fegra götur og hús og naut fyrir vikið mikilla vinsælda meðal almennings. Þessar vinsældir öfluðu einnig stjórnarflokknum, Sameinuðu Rússlandi, verulegs fylgis í þingkosningum, enda var Luzhkov einn af stofnendum flokksins. Af þessum sökum hafa stjórnvöld landsins ekki viljað hrófla við honum fyrr en nú. Á hinn bóginn hefur hann verið sakaður um að misnota embættið til að auðgast persónulega, og eiginkona hans reyndar sögð enn grófari í þeim efnum. Hann aflaði sér einnig mikilla óvinsælda í sumar, þegar eldarnir miklu geisuðu í næsta nágrenni Moskvu og kæfðu borgarbúa í reyk, því Luzhkov var á ferðalagi í Austurríki og sá ekki ástæðu til að flýta för sinni heim. Luzhkov hafði einnig slæmt orð á sér vegna þeirrar hörku sem hann hefur jafnan sýnt samkynhneigðum. Hann hefur ítrekað bannað þeim að halda gleðigöngur á götum Moskvu og farið ófögrum orðum um samkynhneigð.- gb
Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira