Handbolti

Haraldur: Stefnum á titilinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Framarar eru á skriði.
Framarar eru á skriði.
Haraldur Þorvarðarson, línumaður og fyrirliði Fram, átti góðan leik þegar liðið vann Akureyri 30-34 í N1-deild karla í dag. Hann segir að liðið stefni á titil og ekkert annað.

"Þetta er frábær sigur liðsheildinnar. Það skiptir engu máli hverju við lendum í, meiðslum, leikbönnum og rauðum spjöldum, alltaf höldum við tempóinu. Við erum með góða breidd sem sýnir sig núna."

"Við vorum með góða taktík sem gekk upp. Við vorum pínulítið smeykir þegar Maggi fékk rautt spjald en Ástgeir stóð sig vel. "

"Ég veit ekki hvort rauðu spjöldin þjappa okkur saman, við höfum fengið þau nokkur snemma leiks en alltaf þjappað okkur saman og unnið. Kannski er þetta ágætt og að við biðlum til dómaranna að halda áfram að gefa okkur rautt," sagði Haraldur glottandi.

"Við vitum að við erum með gott lið. Við getum unnið alla og þorum alveg að segja að við stefnum á titil," sagði Haraldur.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×