Blikar úr leik í Evrópudeildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 20:59 Markmaður Motherwell lokar markinu í kvöld. Fréttablaðið/Daníel Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þrjú góð færi. Guðmundur Pétursson fékk tvö þeirra en hann var ekki á markaskónum í gær og leit frekar út fyrir að vera á gúmmískóm miðað við hvernig hann klúðraði báðum færum. Skotarnir lágu þolinmóðir til baka og dældu löngum sendingum fram á framherjann Jamie Murphy sem var sprækur. Þrem mínútum fyrir hlé brást rangstöðugildra Blika en Murphy fékk stutta sendingu inn í teiginn. Hann afgreiddi færið vel og kom Motherwell yfir. 0-1 og Blíkar þurftu nú að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Blikar fengu úrvalsfæri til þess að jafna á 48. mínútu er Guðmundur Kristjánsson stóð einn gegn opnu marki. Færið var þó þröngt og skot Guðmundar hafnaði í hliðarlínunni. Skotarnir voru afar þéttir fyrir í síðari hálfleik og eftir því sem leið á hálfleikinn rann mesti móðurinn af Blikunum. Fátt markvert gerðist á lokamínútunum og Motherwell komið áfram í næstu umferð. Blikar hefðu getað gert miklu betur í kvöld en þeir eru úr leik fyrir eigin klaufaskap. Þeir fengu færin sem vantaði en nýttu þau einfaldlega ekki. Breiðablik-Motherwell 0-10-1 Jamie Murphy (42.) Áhorfendur: 1.500, uppselt. Dómari: Carlos Miguel Taborda Xistra, Portúgal. Skot (á mark): 15-7 (2-4) Varin skot: Ingvar 2 - Randolph 2 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-21 Rangstöður: 0-8 Breiðablik (4-5-1)Ingvar Þór Kale Arnór Sveinn Aðalsteinsson Kári Ársælsson Elfar Freyr Helgason Kristinn Jónsson (78., Árni Kristinn Gunnarsson) Kristinn Steindórsson Finnur Orri Margeirsson (72., Haukur Baldvinsson) Jökull Elísabetarson Guðmundur Kristjánsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson (61., Andri Rafn Yeoman) Motherwell (4-5-1) Darren Randolph Steven Saunders Steven Hammell Mark Reynolds Stephen Craigan Tom Hateley Steven Jennings Jamie Murphy (87., Robert McHugh) John Sutton (84., Jamie Pollock) Keith Lasley Ross Frobes (74., Chris Humphrey) Evrópudeild UEFA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þrjú góð færi. Guðmundur Pétursson fékk tvö þeirra en hann var ekki á markaskónum í gær og leit frekar út fyrir að vera á gúmmískóm miðað við hvernig hann klúðraði báðum færum. Skotarnir lágu þolinmóðir til baka og dældu löngum sendingum fram á framherjann Jamie Murphy sem var sprækur. Þrem mínútum fyrir hlé brást rangstöðugildra Blika en Murphy fékk stutta sendingu inn í teiginn. Hann afgreiddi færið vel og kom Motherwell yfir. 0-1 og Blíkar þurftu nú að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Blikar fengu úrvalsfæri til þess að jafna á 48. mínútu er Guðmundur Kristjánsson stóð einn gegn opnu marki. Færið var þó þröngt og skot Guðmundar hafnaði í hliðarlínunni. Skotarnir voru afar þéttir fyrir í síðari hálfleik og eftir því sem leið á hálfleikinn rann mesti móðurinn af Blikunum. Fátt markvert gerðist á lokamínútunum og Motherwell komið áfram í næstu umferð. Blikar hefðu getað gert miklu betur í kvöld en þeir eru úr leik fyrir eigin klaufaskap. Þeir fengu færin sem vantaði en nýttu þau einfaldlega ekki. Breiðablik-Motherwell 0-10-1 Jamie Murphy (42.) Áhorfendur: 1.500, uppselt. Dómari: Carlos Miguel Taborda Xistra, Portúgal. Skot (á mark): 15-7 (2-4) Varin skot: Ingvar 2 - Randolph 2 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-21 Rangstöður: 0-8 Breiðablik (4-5-1)Ingvar Þór Kale Arnór Sveinn Aðalsteinsson Kári Ársælsson Elfar Freyr Helgason Kristinn Jónsson (78., Árni Kristinn Gunnarsson) Kristinn Steindórsson Finnur Orri Margeirsson (72., Haukur Baldvinsson) Jökull Elísabetarson Guðmundur Kristjánsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson (61., Andri Rafn Yeoman) Motherwell (4-5-1) Darren Randolph Steven Saunders Steven Hammell Mark Reynolds Stephen Craigan Tom Hateley Steven Jennings Jamie Murphy (87., Robert McHugh) John Sutton (84., Jamie Pollock) Keith Lasley Ross Frobes (74., Chris Humphrey)
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira