Blikar úr leik í Evrópudeildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 20:59 Markmaður Motherwell lokar markinu í kvöld. Fréttablaðið/Daníel Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þrjú góð færi. Guðmundur Pétursson fékk tvö þeirra en hann var ekki á markaskónum í gær og leit frekar út fyrir að vera á gúmmískóm miðað við hvernig hann klúðraði báðum færum. Skotarnir lágu þolinmóðir til baka og dældu löngum sendingum fram á framherjann Jamie Murphy sem var sprækur. Þrem mínútum fyrir hlé brást rangstöðugildra Blika en Murphy fékk stutta sendingu inn í teiginn. Hann afgreiddi færið vel og kom Motherwell yfir. 0-1 og Blíkar þurftu nú að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Blikar fengu úrvalsfæri til þess að jafna á 48. mínútu er Guðmundur Kristjánsson stóð einn gegn opnu marki. Færið var þó þröngt og skot Guðmundar hafnaði í hliðarlínunni. Skotarnir voru afar þéttir fyrir í síðari hálfleik og eftir því sem leið á hálfleikinn rann mesti móðurinn af Blikunum. Fátt markvert gerðist á lokamínútunum og Motherwell komið áfram í næstu umferð. Blikar hefðu getað gert miklu betur í kvöld en þeir eru úr leik fyrir eigin klaufaskap. Þeir fengu færin sem vantaði en nýttu þau einfaldlega ekki. Breiðablik-Motherwell 0-10-1 Jamie Murphy (42.) Áhorfendur: 1.500, uppselt. Dómari: Carlos Miguel Taborda Xistra, Portúgal. Skot (á mark): 15-7 (2-4) Varin skot: Ingvar 2 - Randolph 2 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-21 Rangstöður: 0-8 Breiðablik (4-5-1)Ingvar Þór Kale Arnór Sveinn Aðalsteinsson Kári Ársælsson Elfar Freyr Helgason Kristinn Jónsson (78., Árni Kristinn Gunnarsson) Kristinn Steindórsson Finnur Orri Margeirsson (72., Haukur Baldvinsson) Jökull Elísabetarson Guðmundur Kristjánsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson (61., Andri Rafn Yeoman) Motherwell (4-5-1) Darren Randolph Steven Saunders Steven Hammell Mark Reynolds Stephen Craigan Tom Hateley Steven Jennings Jamie Murphy (87., Robert McHugh) John Sutton (84., Jamie Pollock) Keith Lasley Ross Frobes (74., Chris Humphrey) Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þrjú góð færi. Guðmundur Pétursson fékk tvö þeirra en hann var ekki á markaskónum í gær og leit frekar út fyrir að vera á gúmmískóm miðað við hvernig hann klúðraði báðum færum. Skotarnir lágu þolinmóðir til baka og dældu löngum sendingum fram á framherjann Jamie Murphy sem var sprækur. Þrem mínútum fyrir hlé brást rangstöðugildra Blika en Murphy fékk stutta sendingu inn í teiginn. Hann afgreiddi færið vel og kom Motherwell yfir. 0-1 og Blíkar þurftu nú að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Blikar fengu úrvalsfæri til þess að jafna á 48. mínútu er Guðmundur Kristjánsson stóð einn gegn opnu marki. Færið var þó þröngt og skot Guðmundar hafnaði í hliðarlínunni. Skotarnir voru afar þéttir fyrir í síðari hálfleik og eftir því sem leið á hálfleikinn rann mesti móðurinn af Blikunum. Fátt markvert gerðist á lokamínútunum og Motherwell komið áfram í næstu umferð. Blikar hefðu getað gert miklu betur í kvöld en þeir eru úr leik fyrir eigin klaufaskap. Þeir fengu færin sem vantaði en nýttu þau einfaldlega ekki. Breiðablik-Motherwell 0-10-1 Jamie Murphy (42.) Áhorfendur: 1.500, uppselt. Dómari: Carlos Miguel Taborda Xistra, Portúgal. Skot (á mark): 15-7 (2-4) Varin skot: Ingvar 2 - Randolph 2 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-21 Rangstöður: 0-8 Breiðablik (4-5-1)Ingvar Þór Kale Arnór Sveinn Aðalsteinsson Kári Ársælsson Elfar Freyr Helgason Kristinn Jónsson (78., Árni Kristinn Gunnarsson) Kristinn Steindórsson Finnur Orri Margeirsson (72., Haukur Baldvinsson) Jökull Elísabetarson Guðmundur Kristjánsson Alfreð Finnbogason Guðmundur Pétursson (61., Andri Rafn Yeoman) Motherwell (4-5-1) Darren Randolph Steven Saunders Steven Hammell Mark Reynolds Stephen Craigan Tom Hateley Steven Jennings Jamie Murphy (87., Robert McHugh) John Sutton (84., Jamie Pollock) Keith Lasley Ross Frobes (74., Chris Humphrey)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira