Innlent

Flugumferð leyfð um Akureyri og Egilsstaði

Útlit var fyrir að völlunum yrði að loka sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli.
Útlit var fyrir að völlunum yrði að loka sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. MYND/Kristján J. Kristjánsson

Flugvellirnir á Akureyri og á Egilsstöðum verða opnir áfram í kvöld og í nótt en útlit var fyrir að þeim yrði að loka sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. Flugvellirnir í Keflavík og í Reykjavík eru hinsvegar enn á svokölluðu svörtu svæði miðað við spá um öskudreifingu og verða því lokaðir áfram.

Icelandair ætlar því að lenda þremur vélum frá Glasgow á Akureyrarflugvelli í kvöld.

Vonast er til þess að hægt verði að opna í Keflavík á morgun en ólíklegt þykir að það verði fyrr en líða tekur á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×