Hækkanir á hrávörum sýna matvælakreppu í uppsiglingu 11. október 2010 10:43 Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times. Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times.
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira