Handbolti

Keppni í riðli Íslands frestað um óákveðinn tíma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einar Guðmundsson þjálfari ásamt Ólafi Guðmundssyni á blaðamannafundi í gær. Mynd/Vilhelm
Einar Guðmundsson þjálfari ásamt Ólafi Guðmundssyni á blaðamannafundi í gær. Mynd/Vilhelm

Evrópska handknattleiksambandið hefur tekið ákvörðun um að riðill Íslands í undankeppni EM hjá u-20 ára landsliði karla er fara átti fram hér á landi um helgina verði frestað um óákveðinn tíma.

Er það vegna þess að lið Serbíu, Makedóníu og Svartfjallalands eru föst í Kaupmannahöfn og komast ekki hingað til lands vegna skorts á flugsamgöngum. Ákvörðun um framhaldið verður tekin eftir helgi.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem HSÍ sendi frá sér rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×