Vatn rennur nú undir brúna við Markarfljót og framhjá henni en brúin stendur heil, segir Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli. Hann segir að skarð hafi verið rofið í veginn til þess að taka þungann af brúnni. Auðveldara sé að laga vegi en brú. Kjartan segir vatnsrennslið ekki vera að aukast heldur sé komið jafnvægi á það.
Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að vegir séu lokaðir þannig að enginn fari austar en að Hvolsvelli. Hann segir ekki ljóst hversu miklar skemmdir hafi orðið í vatnsflauminum. Það eigi eftir að kanna það. Sveinn segir að verkefni lögreglunnar sé nú að halda lokunum og gæta þess að enginn maður fari inn á hættusvæðinu.
Vatnsflaumurinn fór yfir gömlu Markarbrúna eins og sést á myndinni sem fylgir þessari frétt.
Skoðaðu myndasafnið sem fylgir, með myndum frá Val Ragnarssyni, til að sjá eyðileggingar gossins.
Nýja brúin heil - gamla fór á kaf
Jón Hákon Halldórsson skrifar
